Jafnlaunastefna Árvakurs hf.

Jafnlaunastefna Árvakurs hf. er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Markmið jafnlaunastefnunnar er að tryggja launajafnrétti innan fyrirtækisins, að jöfn laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni.

Til þess að ná markmiðum jafnlaunastefnunnar mun Árvakur hf:

  • Innleiða og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi sem byggt er á jafnlaunastaðli ÍST 85.

  • Framkvæma launagreiningu árlega í samræmi við jafnréttisáætlun fyrirtækisins.

  • Endurmeta stöðugt og betrumbæta jafnlaunakerfið í heild sinni.

  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem eru í gildi á hverjum tíma.

  • Hafa jafnlaunastefnu aðgengilega almenningi á ytri vef fyrirtækisins.

Jafnlaunastefnan nær til allra starfsmanna Árvakurs hf. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á stefnunni.

Jafnlaunavottun
Jafnréttisstofa veitti Árvakri heimild til að nota jafnlaunamerkið þann 17. desember 2021.